top of page

Um okkur 

Dalur hestamiðstöð

jALyv7s44B.jpg

Dalland ræktunarbú
 

Árið 1975 fluttu Gunnar B. Dungal og Þórdís Alda Sigurðardóttir að Dallandi og hafa allt frá árinu 1977 stundað þar hrossarækt, trjárækt og uppgræðslu lands. 

Hrossaræktin fór hægt af stað, eða úr einu til tveimur fæddum folöldum á ári, í um fimmtán þegar mest var. Í dag eru að fæðast um 7-8 folöld á ári. 

Ræktunarmarkmið

Aðal markmið okkar í hrossarækt er að rækta fallegan og glaðan hæfileikahest.

Við leitumst eftir að ná fram flestu því sem til þarf, svo að hestur teljist til gæðinga: mýkt, gangrými á öllum gangtegundum, hreingengni, fúsum framsæknum vilja, góðri fótagerð og fótlyftu, góðum burði, reisn, þoli og þori. Svo er það vonin um rúsínuna í pylsuendanum: útgeislun!!

Glúmur í verðlaunaafhendingu  (2)_edited.jpg
Ormur og Þórdís við Hafravatn_edited.jpg

Saga Dals
hestamiðstöðvar 

 

Dalur hestamiðstöð hóf starfsemi sína um áramótin 1978/1979.
Samstarfsaðilar og eigendur í upphafi voru Gunnar B. Dungal og Þórdís Alda Sigurðardóttir, Eyjólfur Ísólfsson og Guðbjörg Sveinsdóttir, Jóhann Friðriksson og Gunnlaug Eggertsdóttir. 

Gunnar og Þórdís tóku fljótlega við sem rekstraraðilar og eigendur og hafa margir af þekktustu knöpum landsins starfað í Dal í gegnum árin. 

Eyjólfur Ísólfsson hóf fyrstur manna tamningar í Dal ásamt þeim Guðbjörgu Sveinsdóttur, Trausta Þór Guðmundssyni og Guðmundi Guðmundssyni. Í tíð Eyjólfs voru haldin ýmis námskeið á staðnum meðal annars námskeið sem félag tamningamanna stóð fyrir með Hans Georg Gundlach.

Aðstaðan

Dalur hestamiðstöð er staðsett í Mosfellsbæ. 

Hesthúsið í Dal rúmar um 54 hross, það er tvískipt hesthús sem tengist saman með lítilli reiðskemmu sem var byggð árið 1993. Við hliðina á hesthúsinu er 800 fm reiðhöll ásamt 100 fm stofu (Ormsstofa) sem tengir hesthús og reiðhöll. 

Við Dal er hringvöllur, skeiðbraut, gott aðgengi að beitarhólfum og margar fjölbreytilegar reiðleiðir. 

c_edited_edited.jpg
C Héraðsdalur 01.jpg

Uppeldisstaður/
Dalsplássið 

 

Á árunum 2006, 2007 og 2014 keyptu Gunnar og Þórdís jarðirnar Stapa, Héraðsdal I og Laugardal í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Þetta eru samliggjandi jarðir svo auðvelt er að reka hross á milli allra jarðanna. Á jörðunum má finna bæði góð beitarlönd og grasgefin slægjulönd. 

​Árið um kring er stór hluti Dallandshrossanna fyrir norðan, þá sérstaklega unghross og ræktunarmerarnar. Jarðirnar eru allar frábærar fyrir hrossauppeldi, mikið landrými, nóg vatn, brekkur, skjól og víðáttumiklar sléttur þar sem hestar finna vel fyrir frelsinu. 

Í Stapa er hesthús með 7 rúmgóðum stíum og lítilli íbúð 

Í Héraðsdal er reiðskemma og 4 tveggja hesta stíur. 

​Í Laugardal eru 6 tveggja hesta stíur og reiðskemma.

Mest er frumtamið fyrir norðan.  

bottom of page