top of page
Ættarmot1Dalland13mai06_edited.jpg

Eigendur

Árið 1975 fluttu Gunnar B. Dungal og Þórdís Alda Sigurðardóttir að Dallandi,  þá með 3  reiðhesta . Þau hafa allt frá árinu 1977,  með kaupum á Lýsu frá Efri Rotum  og Gnótt frá Sauðárkróki,  stundað þar hrossarækt, trjárækt og uppgræðslu lands. 

Auk þess að reka hrossaræktarbúið Dalland hafa þau sinnt ýmsu öðru í gegnum tíðina. 

 

Gunnar er  fyrrum  eigandi og forstjóri Pennans/ Eymundsson ,  Griffils og bókabúðar Máls og menningar. Í dag eru Gunnar og Þórdís aðaleigendur GKS,  eldhúss og baðinnréttinga fyrirtækis í Reykjavík.   

Hrossarækt, trjárækt, garðrækt og myndlist eru aðaláhugamál og starfvettvangur  þeirra beggja.  

Þórdís er starfandi myndlistarmaður og ver stórum hluta af vinnutíma sínum til listsköpunar en einnig með hópi sem kallast Akademia skynjunarinnar/ Academy of the senses sem stendur að samsýningum annarra listamanna og gefur út bækur í tengslum við þær.

bottom of page