top of page

Starfsfólk 

Dalurræktunarbú_75I3368 copy.jpg

Axel Örn Ásbergsson

Bússtjóri

Útskrifaðist með BSc í reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum árið 2019. Hóf störf hér haustið 2021. Sér um þjálfun, tamningu og sölu hrossa. Getur einnig tekið að sér reiðkennslu.

+354 857 1585

image_64441_edited.jpg

Elín Magnea Björnsdóttir 

Þjálfari og tamningamaður

Útskrifaðist með BSc gráðu í reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum árið 2019. Hóf störf hér haustið 2021. Sér um þjálfun, tamningu, sölu hrossa og samfélagsmiðla. Getur einnig tekið að sér reiðkennslu.

+354 846 7073

image0 copy.jpeg

Hafliði Friðriksson

Alhliða starfsmaður

Hefur unnið um árabil við Dallandsbúið eða allt frá árinu 2002 fram til dagsins í dag. Hafliði hefur unnið við heygjafir til útigangshrossa, útmokstur, málningarvinnu og almennt viðhald á útihúsum og girðingum. Allt frá byrjun hefur verið lögð áhersla á uppgræðslu mela og móa svo að þau lönd megi gróa upp og nýtast betur til beitar. Hafliði, Halldór og Jón Jónsson hafa einnig unnið við við reiðvegagerð innan landareignarinnar sem aukið hafa á fjölbreytni útreiðarleiða.  

Starfsfólk í gegnum tíðina 

IMG_0158.JPG

Halldór Guðjónsson og Helle Laks

Halldór hóf störf árið 1998, tók sér svo hlé um tveggja ára skeið og flutti til Svíþjóðar. Árið 2013 komu Halldór og Helle Laks til baka og Halldór var bússtjóri Dals til ársins 2023, hann hefur í gegnum árin séð um tamningar, þjálfun og sýningar á hrossum búsins, og sinnt mörgum öðrum störfum svo sem, viðhaldsvinnu og byggingaframkvæmdum. Hann hefur sýnt fjölda hrossa frá búinu sem hafa náð 1. verðlaunum í kynbótadómi. Má þar nefna hryssur eins og, Hrímu ( hæst dæmda 4 vetra hryssa  árið 2005), Orku, Fljóð, Hátíð, Grósku, Foldu, Atorku, Dunu, Teklu, Dýrð og fl.  Með Halldór í hnakknum vann stóðhesturinn Glúmur frá Dallandi  flokk stóðhesta 7v. Og eldri á LM  2018 og Nátthrafn frá Dallandi sigraði ístölt í Rvk. í þrígang. Halldór hefur auk þessa tekið virkan þátt í ræktunarstarfinu með okkur eigendum Dallandsræktunarinnar í gegnum árin. 

Halldór útskrifaðist frá Hólaskóla árið 1995 og tók hæstu einkunn sem reiðkennari þaðan vorið 2007. 

Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað í Dal í tíð Halldórs og Helle Laks, m.a. bygging glæsilegrar reiðhallar með tengibyggingu, endurbygging gamla hesthússins 2006 og bygging 24 hesta húss og vélageymslu árið 2008. 

Helle Laks frá Udevalla í Svíðþjóð kom fyrst í Dal sem verknemi frá Hólaskóla og útskrifaðist sem tamningamaður frá Hólum árið 2003. Hún hefur unnið við tamningar bæði í Dal og víðar hér á landi. Hún hefur að auki starfað við garðyrkjustörf og hjálpað til við trjáræktina í Dallandi í gegnum árin. Hún útskrifaðist sem skrúðgarðyrkjumeistari árið 2020 frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Helle hefur haft umsjón með trjám og plöntum umhverfis Dal og Dalland á sl. árum.

Jessica Westlund 

Starfaði í Dal frá árinu 2012 til 2022. Hún kom upphaflega með Söndru Jonsson vinkonu sinni og ætlaði aðeins að staldra við í 2 mánuði í Dal en lengdi dvölina þó nokkuð. Hún er ættuð frá Udevalla í Svíþjóð og er mikill tamningamaður og keppnismanneskja. 

IMG_1600_edited.jpg

Adolf Snæbjörnsson

Hafnfirðingur búsettur í Dallandi og stundar þar tamningar og þjálfun, hefur keppt á mörgum Dallandshrossum í gegnum árin með góðum árangri. Hann er fyrrum starfsmaður Dals. 

Screen Shot 2022-01-27 at 16_edited_edited_edited_edited_edited_edited.jpg

Atli Guðmundsson og Eva Mandal 

Hafnfirðingurinn Atli Guðmundsson og Eva Mandal frá Svíþjóð störfuðu lengi í Dal og ráku þar einnig um tíma tamningastöð á eigin vegum. 

Alls störfuðu þau um 9 ár í Dal. Atli tamdi og sýndi mörg hross frá Dallandi á þessum árum. Þekktast þeirra hrossa er Ormur frá Dallandi en á honum sigraði Atli A-flokk á Landsmóti árið 2000. Árið 2006 unnu þeir gæðingafimi í meistaradeildinni. Atli sýndi margar hryssur frá Dallandi í fyrstu verðlaun, fyrst ber að nefna heiðursverðlaunahryssurnar Dúkkulísu og Gnótt frá Dallandi og fyrstu verðlauna hryssurnar Kötlu, Dagrúnu, Stórstjörnu frá Dallandi. 

Á Dalsárum Atla keppti hann einnig á hrossum annarsstaðar frá, sem Dallandsbúið átti þá m.a

A flokks gæðinga Þokka frá Höskuldsstöðum , Eyjafirði og Sókron frá Sunnuhvoli, Skagafirði sem  báðir unnu á Hvítasunnumótum Fáks í fleiri skipti en eitt. Á Heimsmeistaramótum keppti hann á þeim Hróðri frá Hofsstöðum, Skagafirði og Reyni frá Hólum.  

Atli kom einnig með tillögur og hafði áhrif á hvaða stóðhesta væri spennandi að nota á hryssurnar. 

Starfsfólk Dals í gegnum árin

Adolf Snæbjörnsson 

Anna Þórdís Rafnsdóttir

Atli Guðmundsson 

Ásdís H. Árnadóttir

Baldvin Ari Guðlaugsson

Berglind Sigurþórsdóttir 

Charlotta Gripenstam

Daníel Ingi Smárason 

Erlendur Árnason 

Eva Mandal 

Eyjólfur Ísólfsson

Eyjólfur Þorsteinsson 

Eyrún Anna Sigurðardóttir 

Fanny Hallberg 

Fredrik Sandberg 

Frida Dalhén

Gloria Kuckel

Grímur Grímsson 

Guðbjörg Sveinsdóttir 

Guðmar Þór Pétursson 

Guðmundur Guðmundsson 

Gunnar Ágústsson 

Hafliði Friðriksson 

Halldór Guðjónsson 

Hanní Heiler 

Helgi Kjartansson

Helle Laks​

Herjólfur Hrafn Stefánsson

Hinrik Bragason

Hinrik Sigurðsson

Hjörtur Ingi Magnússon

Hreggviður Eyvindsson 

Héðinn Jónsson

Ia Lindholm 

Ida Eklund 

Ingimar Ingimarsson 

Ingimar Jónsson 

Jelena Ohm 

Jessica Westlund

Jóhann G. Jóhannsson 

Jóhann P. Ágústsson 

Jóhann Skúlason 

Julia Kirchoff

Julie Meyer Nielsen

Karoline Wenzel 

Katrín Harðardóttir 

Kári Steinsson 

Krista Erholtz

Kristján Birgisson

Kristján Ljótsson 

Laura Benzon 

Lilja Loftsdóttir 

Linnéa Brofeldt

Liz Greaves 

​Lorena Portmann

Mareyke Fluth Strothmann

Meike Egge 

Niels Joel Aström 

Páll Sæmundsson 

Ólafur Þórðarson 

Ragnar Hinriksson 

Rakel Anna

Reynir Örn Pálmason 

Rúna Einarsdóttir

Sandra Jonsson 

Sara Arnbro 

Senita Pukki

Sif Jónsdóttir 

Sigurður Jónsson 

Sigurður Marinusson 

Sigurður R. Pálsson 

Sigurður Valdimarsson 

Sjöfn Sæmundsdóttir 

Sophie Viola

Sóley Þórsdóttir 

Sussie Lund Lindberg 

Sveinn Hauksson (Denni)

Sveinn Reynisson 

Sölvi Sigurðarson 

Thelma Benediktsdóttir 

Trausti Þór Guðmundsson 

Vera Roth

Vignir Jónasson 

bottom of page