top of page
Hross frá Dallandi

Frá Dallandi hafa komið 41 fyrstu verðlauna hross. Þar af er Glúmur hæst dæmda hrossið frá búinu með 8.81 í aðaleinkunn, einnig er hann hæstur fyrir bygginu 8.73 en Ormur frá Dallandi er með hæstu hæfileikaeinkunn uppá 9.19 þar af fékk hann 10.0 fyrir vilja. Um fleiri tíur í einkunn fyrir Dallandshross má til gamans geta að Katla frá Dallandi fékk í einkunn 10.0 fyrir hófa og Glúmur frá Dallandi fékk 10.0 fyrir prúðleika

 

Tvær hryssur frá búinu hafa hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi: 

​Dúkkulísa frá Dallandi hlaut heiðursverðlaun 2006 í dómsorðum segir "Dúkkulísa gefur stór hross með skarpt höfuð en djúpa kjálka. Hálsinn er reistur, herðar háar, bakið mjúkt og lendin djúp. Hrossin eru fótahá en brjóstdjúp, fótagerðin þokkaleg, sinar öflugar og fætur þurrir. Framfætur eru útskeifir og nágengir en hófar efnisþykkir, prúðleiki slakur. Afkvæmin hafa flest allan gang rúman og taktgóðan. Viljinn er mikill og þjáll og þau bera sig vel. Dúkkulísa gefur vel byggð en óprúð hross með alhliða gæðingskosti."  

Gnótt frá Dallandi hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2016, í dómsorðum segir: Gnótt frá Dallandi gefur stór og myndarleg hross og stendur Gnótt sérstaklega vel hvað sköpulag varðar. Þau hafa svipgott höfuð og vel borin eyru. Frambygging þeirra einkennist af háum herðum og lengd í hálsi, lendin er öflug og afkvæmin eru fótahá og léttbyggð. Fótagerðin er öflug, afturfætur eru nágengir en hófar að jafnaði sterkir að allri gerð. Flest afkvæmi Gnóttar eru klárhross með skrefmiklu og lyftingargóðu tölti og skrefmiklu brokki. Stökkið er takthreint og gott á hægu og fetið er í rúmu meðallagi. Afkvæmin fara vel í reið með góðum fótaburði og eru ásækin í vilja. Gnótt gefur falleg og fótahá klárhross með tölt."

IMG_1127-1-800x548.jpeg
maggib_10-800x531.jpeg
Ormur frá Dallandi

Ormur er einn af þekktustu gæðingunum frá Dallandi, hann var afar farsæll keppnishestur, þegar hann var einungis 6. vetra gamall endaði hann í 3. sæti í A-flokki gæðinga á Landsmóti á Melgerðismelum 1998. Tveimur árum seinna, árið 2000 sigraði hann A-flokk gæðinga á Landsmóti í Reykjavík. 

Ormur hlaut í kynbótadómi 8.54 í aðaleinkunn, fyrir sköpulag hlaut hann 7.9 og fyrir hæfileika hlaut hann 9.19 þar af 10 fyrir vilja, 9.5 fyrir brokk, 9 fyrir tölt, skeið, stökk, fegurð í reið. 
Knapi Orms var Atli Guðmundsson 
og í viðtali í 6. tölublaði Eiðfaxa 2000 segir Atli svo frá Ormi:

„Þetta er hestur sem gerir alltaf það sem þú biður hann um. Aðall hans er geðslagið og viljinn. Það besta í þessum hesti eru ekki hinar miklu hreyfingar eða gangtegundirnar, þótt það sé auðvitað úrval, heldur geðslagið, það er hægt að treysta honum.“

Ormur var undan Orra frá Þúfu í Landeyjum og Lýsu frá Efri-Rotum. 

jA9Vhd088 copy.jpg
Nátthrafn frá Dallandi

Töltarinn mikli Nátthrafn frá Dallandi er undan Snörp frá Varmalæk og Kjark frá Egilsstaðabæ. Nátthrafn sigraði ístöltið í Reykjavík Þeir allra sterkustu“ í þrígang.

Hann hefur unnið ýmsa glæsta sigra á keppnisvellinum með gríðarlega háum einkunnum t.d. 10 fyrir hægt tölt. Knapi hans hér á Íslandi var Halldór Guðjónsson. Þeir fóru í þrígang í A-úrslit í tölti á Landsmóti. Voru í a-úrslitum í tölti á íslandsmóti 2008 og sigruðu tölt á fjórðungsmóti vesturlands árið 2009 með 8.67 í einkunn. 

Nátthrafn var svo seldur út til Svíþjóðar árið 2012 og hefur staðið sig vel í keppni þar með knapa sínum.  
 

jAd2J49BB copy.jpg
nátthrafn í sveiflu.jpg
natthraffolk2.jpg
bottom of page