
Gróska frá Dallandi
IS2006225109
Gróska er 1. verðlauna hryssa undan Huginn frá Haga I (8.57 - Heiðursverðlaun) og Gnótt frá Dallandi (8.12 - Heiðursverðlaun) Gróska fór í sinn hæsta dóm á Landsmóti 2011.
Sköpulag: 8.26 Hæfileikar: 8.16
Aðaleinkunn: 8.2
Gróska hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2023
"Gróska gefur stór hross. Höfuð er svipgott og eyrun vel borin. Hálsinn er langur og reistur við háar herðar. Bakið hefur að jafnaði góða yfirlínu og lendin er öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt. Sinar eru öflugar og réttleiki góður. Hófar eru efnismiklir, með þykkum hælum og hvelfdum hófbotni. Prúðleiki yfirleitt mikill. Afkvæmin eru ýmist alhliðageng eða klárhross. Töltið er rúmt með góðri fótlyftu. Brokkið er takthreint og rúmt með góðri fótlyftu. Þegar skeið er til staðar er það rúmt, skrefmikið og öruggt. Stökkið er rúmt, skrefmikið og með góðri fótlyftu. Hæga stökkið er oft fremur sviflítið en með góðri fótlyftu. Fetið er misgott, tvö afkvæmanna hafa úrvalsgott fet. Afkvæmin eru viljug og þjál og fara vel í reið með góðum fótaburði".
Gróska á Landsmóti 2011
