top of page
Ósmann frá Dallandi

IS2019125109

 

Ósmann er fimm vetra stóðhestur undan Sólon f. Þúfum (8.9) og Grósku f. Dallandi (8.2). Hann var sýndur í kynbótadóm fjögurrra vetra gamall og hlaut þar 7.93 í aðaleinkunn, sýndur sem klárhestur og aðaleinkunn án skeiðs er 8.26, 8.0 fyrir tölt og brokk, 8.5 fyrir hægt stökk, greitt stökk, fegurð í reið og samstarfsvilja, 9.0 fyrir fet. Ósmann er með einkar gott geðslag og góðar gangtegundir og erum við afar spennt fyrir framhaldinu með þessum unga fola. 

bottom of page