top of page
Search
  • Dalur HorseCenter

Stóðhestar frá Dallandi sumarið 2023

Updated: Jul 18, 2023

Dalur hestamiðstöð býður upp á fjóra stóðhesta til notkunar sumarið 2023. Það eru þeir Glúmur, Guttormur, og Konfúsíus allir frá Dallandi.



Glúmur er hæst dæmdi hesturinn frá búinu, hann hefur fengið í aðaleinkunn 8.81 í kynbótadómi.

Hann var efstur 7v. og eldri stóðhesta á landsmóti 2018, einnig hefur hann gert góða hluti í keppni, hann var til dæmis í A-úrslitum í A-flokki á fjórðungsmóti 2021 og var einnig í A-úrslitum í A-flokki á Landsmóti 2022.

F: Glymur frá Flekkudal (8.52 - 1.verðlaun)

M: Orka frá Dallandi (8.22)

Glúmur verður til að byrja með í húsnotkun í Dal hestamiðstöð, Mosfellsbæ og fer svo í hólf hér í Dal. Verð: 145.000 m/öllu (vsk, girðingagjald/umsýslugjald og einn sónar).

Frekari upplýsingar veitir Axel Örn í s: 857-1585 eða email: axel@dalur.is

Til að lesa meira um Glúm endilega kíkið á þennan link: https://www.dalur.is/gl%C3%BAmur-fr%C3%A1-dallandi



Guttormur frá Dallandi er fyrstu verðlauna stóðhestur með 8.61 í aðaleinkunn, 8.44 fyrir byggingu þar af 9 fyrir hófa og réttleika og 8.70 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt, brokk, skeið og samstarfsvilja. Guttormur endaði þriðji hæsti í flokki 5 vetra stóðhesta á Landsmóti 2022. Hann er undan Spuna frá Vesturkoti (8.92 - Heiðursverðlaun) og Grósku frá Dallandi (8.2)


Guttormur verður í húsnotkun í Dal hestamiðstöð, fer svo í girðingu í Héraðsdal, Skagafirði. Verð: 130.000 m/öllu (vsk, girðingagjald/umsýslugjald og einn sónar).

Frekari upplýsingar veita: Axel Örn í s: 857-1585 eða email: axel@dalur.is, og Gunnar B. Dungal í s: 822-2010 eða email: gunnar@dalur.is




Konfúsíus frá Dallandi er 1. verðlauna stóðhestur með 8.39 í aðaleinkunn, þar af 9 fyrir samræmi og hófa. Hann er með jafnar og góðar gangtegundir, stór og myndarlegur.

F: Konsert frá Hofi (8.72 - 1.verðlaun f. afkvæmi)

M: Gróska frá Dallandi (8.2)

Konfúsíus verður í húsnotkun í Dal hestamiðstöð, verð:100.000 m/öllu (vsk, girðingagjald/umsýslugjald og einn sónar).

Frekari upplýsingar veitir: Axel Örn í s. 857-1585 eða email: axel@dalur.is






Ósmann frá Dallandi, fjögurra vetra stóðhestur sem fór í kynbótadóm núna í vor, fékk 7.93 í

í aðaleinkunn, sýndur sem klárhestur og er aðaleinkunn án skeiðs 8.26 Hann fékk 8.0 fyrir tölt og brokk, 8.5 fyrir hægt stökk, greitt stökk, fegurð í reið og samstarfsvilja og 9.0 fyrir fet. Hann er með einkar góðar herðar en 15 cm munur er á milli herða og baks. Við erum afar spennt fyrir þessum unga fola sem hefur frábært geðslag og góðar gangtegundir. F: Sólon frá Þúfum (8.9)

https://www.dalur.is/ósmann-frá-dallandi M: Gróska frá Dallandi (8.2)


Ósmann verður í hólfi hér í Dal, Mosfellsbæ.

Verð: 80.000 m/öllu (vsk, girðingagjald/umsýslugjald og einn sónar).

Frekari upplýsingar veitir Axel Örn í s: 857-1585 eða email: axel@dalur.is




142 views0 comments

Comments


bottom of page