top of page
Search
  • Dalur HorseCenter

Kynning um mátun hnakka og áhrif þess á hestinn okkar.


Hvað er mátun hnakka (saddle fitting) og hvers vegna er það mikilvægt fyrir hestinn okkar? Hvernig veit ég að hnakkurinn minn passar hestinum og hvað ef hann gerir það ekki?

Við bjóðum þig velkomin í Dal hestamiðstöð á Laugardaginn 25. febrúar til að fræðast um mátun hnakka og mikilvægi þess. Fyrirlestur og sýnikennsla um grunnatriði í að sjá hvort hnakkurinn passi hestinum þínum og þér, og hjálpa þér að sjá áhrif þess ef hnakkurinn passar hestinum ekki.
Fyrirlesarar munu vera Eveliina Marttisdóttir og Merle Storm. Eveliina er eigandi Hestbak ehf og vinnur við mátun hnakka hér á Íslandi, hún er frá Finnlandi og er menntuð þaðan sem "saddle fitter". Eveliina mun tala um mátun hnakka og hvernig maður sér hvort hnakkurinn passar eða ekki.

Merle vinnur sem osteópati og sjúkraþjálfari fyrir hesta, hún mun fræða okkur um hvaða áhrif hnakkurinn hefur á hestinn og hvers vegna það er mikilvægt að hann passi hestinum vel.

Kynningin mun vera að hluta til á ensku og hluta til á íslensku

Staðsetning: Dalur hestamiðstöð, Mosfellsbæ

Tímasetning: 25. febrúar kl:18:00

Aðgangseyrir: 2.000 kr.


63 views0 comments

Comments


bottom of page