top of page
Search
Dalur HorseCenter

Glúmur hlýtur 1. verðlaun fyrir afkvæmi

Glúmur hlýtur 1. verðlaun fyrir afkvæmi eftir að nýtt kynbótamat birtist í haust 2024. Hann á 17 afkvæmi með fullnaðardóm og er með 118 stig í aðaleinkunn kynbótamatsins.

Hæst dæmda afkvæmi hans er Hetja frá Hestkletti, hún hefur m.a. hlotið 9.5 fyrir tölt, hægt tölt, greitt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið.

Gunnar B. Dungal tekur við verðlaunum fyrir Glúm


Glúmur er sjálfur hátt dæmdur stóðhestur með 8,81 í aðaleinkunn, fyrir sköpulag (8,67) og hæfileika (8,9). 

Glúmur var efstur 7v. og eldri stóðhesta á landsmóti 2018, einnig hefur hann gert góða hluti í keppni, hann var til dæmis í A-úrslitum í A-flokki á fjórðungsmóti 2021 og í A-úrslitum í A-flokki á Landsmóti 2022. 

Glúmur er undan Glym frá Flekkudal (8.52 - 1.verðlaun) og Orku frá Dallandi (8.22)


Halldór Guðjónsson sýnir Glúm á Landsmóti hestamanna 2018, þar sem hann stóð efstur í 7v. flokki og eldri stóðhesta.

2 views0 comments

Comments


bottom of page