top of page
Search
  • Dalur HorseCenter

Fjórir hestar frá Dallandi á Landsmóti 2022

Á morgun hefst Landsmót hestamanna 2022 eftir fjögurra ára bið. Frá Dallandi komust fjórir hestar inn á mót, þrír hestar keppa í A-flokki gæðinga.


Glúmur frá Dallandi, bróðir hans Árvakur frá Dallandi og Konfúsíus frá Dallandi. Glúmur gerði sér lítið fyrir og vann úrtöku og gæðingamótið í Herði með glæsibrag og Árvakur var í öðru sæti á eftir honum. Verður mjög gaman að fylgjast með þessum hestum á Landsmóti.
Fjórði hesturinn inn á mót er 5 vetra stóðhesturinn Guttormur frá Dallandi, hann mun koma fram á kynbótabrautinni. Virkilega spennandi hestur og verður spennandi að fylgjast með honum.
Dalland verður einnig með ræktunarbúsýningu á föstudagskvöldinu, hvetjum alla til að horfa á það og mæta svo til okkar á sunnudaginn í Dal á opið hús, þá er hægt að hitta hestana sem taka þátt á mótinu, spjalla við knapa og starfsfólk, skoða aðstöðuna og fá sér léttar veitingar.


Góða skemmtun á Landsmót hestamanna 2022 og njótið hátíðarinnar!

ps. Þeir sem komast ekki á Landsmót á Hellu, geta farið á Alendis tv, þeir streyma beint frá öllu mótinu.

62 views0 comments

Comments


bottom of page